Fá þrjá mánuði til að draga úr hallanum

Pierre Moscovici fer meðal annars með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB
Pierre Moscovici fer meðal annars með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB AFP

Frakkar, Ítalir og Belgar fengu í dag þriggja mánaða frest til þess að bæta úr stöðu ríkisfjármála af hálfu Evrópusambandsins. Ef ríkjunum þremur tekst ekki að draga úr hallanum fyrir mars eiga þau yfir höfði sér refsiaðgerðir.

Ríkjunum er gert að beita niðurskurðarhnífnum rösklega og koma á endurbótum í ríkisfjármálum en mikill halli er á fjárlögum ríkjanna. Pierre Moscovici, sem fer með efnahagsmál í framkvæmdastjórn ESB, segir að framkvæmdastjórnin muni ekki hika við að grípa til aðgerða ef ríkin þrjú standa ekki við skuldbindingar sínar á næstu þremur mánuðum. 

Það er einkum Frakkland sem hefur náð takmörkuðum árangri í að bæta stöðuna en þar er stefnt að því að hallinn verði 4,3% af vergri landsframleiðslu á næsta ári. Það mun meira heldur en reglur ESB hljóða upp á en þær miða við að hallinn nemi ekki meira en 3% af vergri landsframleiðslu.

Auk Frakklands, Ítalíu og Belgíu eru fjögur ríki til viðbótar sem ekki ná viðmiðum ESB. Það eru Spánn, Malta, Austurríki og Portúgal. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK