Frozen í stað Barbie í jólapakkann

Systurnar Elsa og Anna úr Frozen.
Systurnar Elsa og Anna úr Frozen.

Frozen-leikföng verða í flestum pökkum ungra stúlkna um jólin samkvæmt niðurstöðum könnunar sem gerð var af samtökum smásala í Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta skipti í ellefu ára sögu könnunarinnar sem Barbie er ekki í efsta sæti.

Samkvæmt könnuninni ætla um tuttugu prósent foreldra að kaupa varning úr Disney teiknimyndinni Frozen handa stúlkum undir tíu ára aldri. 16,8 prósent foreldra hyggjast kaupa Barbie-dúkkur en í þriðja sæti er Monster High og í því fjórða eru American Girl dúkkurnar.

Frozen leikföngin hafa notið gífurlegra vinsælda og var þar á meðal mest leitað eftir Frozen búningum fyrir hrekkjavökuhátíðina í Bandaríkjunum.

Þá hefur mbl áður greint frá því að leikföngin hafa rokið út á Íslandi en varningur tengdur myndinni var á tímabili upp­seld­ur í nær öll­um leik­fanga­búðum lands­ins. 

Forbes greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK