„Lúxemburg hafði engan annan kost“

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB. AFP

Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker, varði í dag umdeildar skattaívilnanir heimalands hans Lúxemburg til alþjóðlegra fyrirtækja á þeim forsendum að það hafi engan annan kost haft til þess að tryggja samkeppnishæfni sína. Juncker var forsætisráðherra landsins þegar samið var um ívilnanirnar.

Rannsóknarblaðamenn greindu frá ívilnunum fyrr í þessum mánuði og var Juncker í kjölfarið ásakaður um að hafa gert Lúxemburg að skattaparadís fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Lögð var fram vantrauststillaga á hann á Evrópuþinginu af þingmönnum sem hafa efasemdir um Evrópusamrunann en hann varðist því með stuðningi stærstu þingflokkanna á þinginu. 

„Við urðum að stuðla að meiri fjölbreytni í efnahagslífinu, við höfðum ekki annan kost,“ er haft eftir Juncker í evrópskum fjölmiðlum í dag. Spurður að því hvað hann myndi gera ef hann stæði frammi fyrir sömu aðstæðum í dag sagði hann að hann myndi gera það sama. Hann hefði sagt gert sumt öðruvísi eins og að tryggja að fjármálaráðuneytið væri upplýst um málið.

Juncker hafði áður sagt að ívilnunarsamningarnir hafi verið gerðir af skattayfirvöldum í Lúxemburg og að ríkisstjórn landsins hefði ekkert haft með málið að gera, en hann var bæði forsætisráðherra og fjármálaráðherra þegar samið var um þá. Gagnrýnendur Junckers hafa sagt að hann gæti ekki með sannfærandi hætti beitt sér gegn skattaundanskotum innan Evrópusambandsins vegna tengsla sinna við málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK