Matseðill sem les hugsanir

Viðskiptavinur sem fær þessa pítsu hefur ekki horft á mörg …
Viðskiptavinur sem fær þessa pítsu hefur ekki horft á mörg álegg. Wikipedia/Valerio Capello

Áttu stundum erfitt með að ákveða hvað eigi að panta á veitingastöðum? Situr bara og óskar þess að einhver kæmi með hina fullkomnu máltíð? Pizza Hut getur nú orðið við þessari bón þar sem matseðlinum hefur verið komið fyrir í spjaldtölvu sem „les hugsanir“ matargesta.

Matseðillinn kallast „Matseðill undirmeðvitundarinnar“ og á honum eru tuttugu álegg. Viðskiptavinir þurfa einfaldlega að horfa á skjáinn og á einungis 2,5 sekúndum getur skjárinn greint hvaða álegg var horft lengst á. Þá vinnur forritið úr upplýsingunum og ber saman við 4.896 mögulegar útfærslur á pítsum og skapar hina fullkomnu matarupplifun.

Forritið er samstarfsverkefni Pizza Hut og Tobii Technology, sænsks fyrirtækis sem hefur sérhæft sig í tækni er fylgist með augnhreyfingum (e. eye tracking) og tók sex mánuði að þróa.

Að sögn forsvarsmanna Pizza Hut hafa um 98 prósent þeirra viðskiptavina sem hafa prófað tækið verið ánægðir með niðurstöðuna. Ef verr hefur tekist er einfaldlega valið upp á nýtt. Þótt núna sé einungis verið að prófa tækið sagði talsmaður fyrirtækisins að það yrði mögulega tekið í notkun í öllum útibúum.

Telegraph greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK