Fasteignaverð mun hækka í takti við þróun kaupmáttar

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fasteignaverð og kaupmáttur launa hefur fylgst nokkuð náið að á síðustu árum og ekki er að sjá að fasteignaverð hafi þróast mikið úr takti við það sem eðlilegt megi teljast. Þetta kemur fram í Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans.

Í nýrri þjóðhagsspá Landsbankans er því spáð að fasteignaverð hækki um 8,5% í ár frá fyrra ári, um 9,5% árið 2015, 6,5% árið 2016 og um 6,2% á árinu 2017. Megindrifkrafturinn í hækkuninni er þróun kaupmáttar, tekna og atvinnustigs.

Kaupmáttur launa hefur aukist mikið á undanförnum mánuðum og Landsbankinn spáir áframhaldandi hækkun kaupmáttar á næstu árum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK