Stjórnendur RÚV fengu 185 milljónir

Fram kemur í ársreikningi Ríkisútvarpsins að gjaldfærð heildarlaun og þóknanir til æðstu stjórnenda félagsins, annarra en útvarpsstjóra hafi numið 148,8 milljónum króna á síðasta reikningsári samanborið við 109,6 milljónir vegna reikningsársins á undan. Þar af hafi 117,3 milljónir runnið til stjórnenda í fyrri framkvæmdastjórn sem létu af störfum fyrr á þessu ári vegna skipulagsbreytinga.

Ennfremur kemur fram að heildarlaun og þóknanir útvarpsstjóra hafi numið 36,6 milljónum króna á síðasta reikningsári samanborið við 14,5 milljónir reikningsárið 2012/2013. Þar af hafi 27,5 milljónir farið til fráfarandi útvarpsstjóra. Samtals fengu æðstu stjórnendur Ríkisútvarpsins þar með greiddar 185,4 milljónir króna.

Þrír útvarpsstjórar störfuðu á rekstrarárinu; Páll Magnússon til 18. desember 2013, Bjarni Guðmundsson var starfandi útvarpsstjóri 19. desember 2013 til 9. mars 2014 og Magnús Geir Þórðarson tók við starfi útvarpsstjóra frá 10. mars 2014. Nýtt skipurit tók gildi hjá Ríkisútvarpinu í maí 2014 og á sama tíma tók ný framkvæmdastjórn til starfa þar sem fækkað var um einn í framkvæmdastjórn.

Laun stjórnarmanna Ríkisútvarpsins námu 10,8 milljón króna á reikningsárinu 2013/2014 samanborið við 7,1 milljón reikningsárið á undan en stjórnarmönnum fjölgaði um fjóra í ágúst 2013.

Frétt mbl.is: RÚV tapaði minna en búist var við

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK