Samstarf á sviði erfðafræði laxa

Eduardo Rodriguez, starfsmaður Stofnfisks, og tveir nemendur við líf- og …
Eduardo Rodriguez, starfsmaður Stofnfisks, og tveir nemendur við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, að störfum.

Fulltrúar Líffræðistofu Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands og forsvarsmenn Stofnfisks hf. hafa gert samstarfssamning um rannsóknir á erfðafræði laxfiska og samnýtingu á starfsaðstöðu í Öskju.

Auk þess að vinna saman að rannsóknum á erfðafræði laxfiska á breiðum grunni munu starfsmenn Stofnfisks og Líffræðistofu leiðbeina framhaldsnemum við Líf- og umhverfisvísindadeild í sameiningu. Stofnfiski hf. verður einnig heimilt að ráða nemendur í grunn- og framhaldsnámi til afmarkaðra verkefna sem unnin verða á Líffræðistofu, samkvæmt tilkynningu.

„Á Líffræðistofu Líf- og umhverfisvísindastofnunar Háskóla Íslands eru stundaðar rannsóknir á mörgum sérsviðum líffræðinnar, allt frá eiginleikum stórsameinda og frumna til samsetningar stofna og eiginleika vistkerfa. Vísindamenn Líffræðistofu fást við spurningar sem spanna vítt svið og beita til þess margs konar aðferðum, m.a. lífefnafræði, tölfræði, lífupplýsingafræði og sameindalíffræði.

Stofnfiskur hf. er vísinda- og þekkingarfyrirtæki á sviði fiskeldis og stærsti framleiðandi laxahrogna á Íslandi. Fyrirtækið er leiðandi í kynbótarannsóknum fyrir fiskeldi en býður einnig upp á hrognaframleiðslu, kynbætur fyrir fiskeldi, rannsóknir og ráðgjöf.

Líffræðistofnun og Stofnfiskur hafa áður unnið saman en með samningnum verður leitast við að efla samstarfið enn frekar,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK