Tókst að bjarga Goldfinger

Goldfinger heldur upp á fimmtán ára afmæli á morgun.
Goldfinger heldur upp á fimmtán ára afmæli á morgun. Skjáskot af vefsíðu Goldfinger

Óvissu um framtíð skemmtistaðarins Goldfinger hefur verið eytt og segir eigandi hans að staðurinn verði opinn um ókomin ár.

Hús­næði Goldfinger í Kópavogi er í eigu Lands­bank­ans og hef­ur verið á sölu um nokk­urt skeið en kaup­verðið er sex­tíu millj­ón­ir króna. Lands­bank­inn sagði upp leigu­samn­ingi Goldfin­ger fyr­ir nokkru og síðan hefur Jaroslava Davíðsson, ekkja Ásgeirs Davíðsson­ar eða Geira á Gold­fin­ger, barist í því að tryggja framtíð staðarins.

Ekki búið að ganga frá samningum

Þegar mbl ræddi við Jaroslövu í byrjun nóvember átti hún von á að þurfa skila lyklunum þann 16. desember nk. Var hún þá að reyna afla fjármagns til þess að kaupa húsnæðið. Hún segist ekki geta gefið upp hvernig henni tókst að bjarga staðnum þar sem samningar eru enn ófrágengnir en reiknar með að málið verði klárað á milli jóla og nýárs.

Gold­fin­ger verður fimmtán ára á morgun og ætlar Jaroslava að slá upp afmælisveislu í tilefni dagsins. „Stelpurnar verða með sýningu á sviðinu og það kemur söngvari og við reynum að hafa gaman,“ segir hún. Þá verður einnig gefið út dagatal fyrir næsta ár sem verður til sölu á staðnum. „Við reynum bara að gleðja þá sem vilja kaupa þetta,“ segir hún.

„Fínt að gera“

Aðspurð um aðsókn á Goldfinger segir hún vera fínt að gera „og vælir ekki yfir því.“ „Það er alltaf fólk sem vill koma á staðinn til þess að hafa það rólegt. Hér eru engar myndavélar og enginn að fylgjast með viðskiptavinum,“ segir hún.

Gold­fin­ger er með starfs­samn­ing við tólf kon­ur sem eru frá ýms­um lönd­um; Tékklandi, Ung­verjalandi, Dóm­in­íska lýðveld­inu, Frakklandi, Spáni, Rúm­en­íu og Lett­landi. Þrjár þeirra eru bú­sett­ar á Íslandi, en aðrar ferðast fram og til baka fyr­ir vinn­una. 

Goldfinger og Crystal enn í rekstri

Á síðasta ári opnuðu tveir nýjir kampavínsklúbbar í Reykjavík, einn í Austurstræti, er hét VIP-Club, og annar í Ármúla, Crystal. Fyrir var annar slíkur klúbbur í Lækjargötu, Strawberries. 

Í dag er búið er að loka Strawberries og VIP-Club en Crystal er enn í rekstri. Segir eigandi hans, Haraldur Jóhann Þórðarson, að reksturinn gangi upp og niður.

Frétt mbl.is: Reynir að bjarga Goldfinger

Tveir nektardansstaðir eru á höfuðborgarsvæðinu í dag, Goldfinger og Crystal …
Tveir nektardansstaðir eru á höfuðborgarsvæðinu í dag, Goldfinger og Crystal í Ármúla. Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK