411 milljóna rekstrarhalli 2015

Frá Reykjanesbæ.
Frá Reykjanesbæ. mbl.is/Sigurður Bogi

Reiknað er með að rekstrarhalli A og B-hluta samstæðureiknings Reykjanesbæjar verði 411 milljónir króna á næsta ári. Þetta kemur fram í fjögurra ára fjárhagsáætlun bæjarins, fyrir árin 2015-2018, sem hefur verið lögð fram.

Fram kemur í tilkynningu, að árið 2016 sé gert ráð fyrir 257 milljóna króna rekstrarafgangi. Rekstrarafgangur samstæðunnar árið 2017 verður 409 milljónir króna samkvæmt áætluninni og loks gerir fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 ráð fyrir 820 milljóna króna rekstrarafgangi.

„Við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins er fylgt stefnu undanfarinna ára um að ákveðnum málaflokkum og stofnunum eru veittar heildarfjárveitingar. Þannig er gengið út frá því að stjórnendur sviða og stofnana hafi bestu forsendur til að vinna úr þeim verkefnum sem ákveðið er að framfylgja og leiti jafnan hagkvæmustu leiða til framkvæmda. Ábyrgðin verður jafnframt skýrari og í rekstri málaflokka myndast athafnafrelsi,“ segir í tilkynningunni.l

„Við gerðum eina veigamikla breytingu við vinnu fjárhagsáætlunar næstu fjögurra ára. Eins og bæjarbúar vita vann KPMG að viðamikilli fjárhagsúttekt á bæjarfélaginu og var niðurstaðan kynnt fyrir bæjarráði og samþykkt þar með öllum atkvæðum. Við kynntum því næst Sóknina, áætlun um fjárhagslega endurreisn Reykjanesbæjar og var hún nýtt við fjárhagsáætlunarvinnuna og jafnframt var í fyrsta sinn notað fjárhagsáætlunarlíkan sem hannað er af KPMG. Við bindum miklar vonir við þessa aðferð sem mun skila sér í nákvæmari og betri áætlun,“ segir Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK