Lækkar áfram þrátt fyrir stýrivaxtahækkun

Samband Pútíns við rússnesku þjóðina gæti verið í uppnámi á …
Samband Pútíns við rússnesku þjóðina gæti verið í uppnámi á meðan rúblan hríðlækkar í verði. AFP

Rúblan heldur áfram að lækka í verði þrátt fyrir neyðaraðgerð rússneska seðlabankans sem á miðnætti í gær hækkaði stýrivexti úr 10,5% í 17%.

Rúblan lækkaði um 9,5% í gær og hefur hún ekki lækkað meira á einum degi síðan í kreppunni árið 1998. Í gær kostaði einn dollar 64,5 rúblur en hún hækkaði stuttlega í verði í kjölfar stýrivaxtahækkunarinnar og fór verðið upp í 61 rúblu. Í dag lækkaði hún hins vegar aftur í verði og kostar einn dollari nú  67 rúblur. Seðlabankanum hef­ur gengið illa að halda rúblunni stöðugri, en hann hef­ur keypt rúbl­ur á markaði til að reyna að sporna gegn falli gjald­miðils­ins.

Samband Pútíns við þjóðina í uppnámi

Seðlabankinn varaði við því í gær að lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu gæti valdið um fimm prósent samdrætti í hagkerfinu á næsta ári. Samband Vladimir Pútín, forseta Rússlands við rússnesku þjóðina hefur lengi byggt á efnahagslegum stöðugleika og loforðum um hagsæld og telja því margir stjórnmálaskýrendur að slæmar horfur gætu komið sambandinu í nokkurt uppnám.

Misjafnlega hefur verið tekið í ákvörðun seðlabankans um að hækka stýrivextina, en fyrrum fjármálaráðherrann, Alexei Kudrin, sagði aðgerðina illnauðsynlega en rétta. Þá sagði hann að nú væri mikilvægt fyrir stjórnvöld að vinna aftur traust fjárfesta.

Frétt mbl.is: Hækka stýrivexti úr 10,5% í 17%

Rúblan hefur hríðfallið í verði á þessu ári.
Rúblan hefur hríðfallið í verði á þessu ári. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK