Olía orðin ódýrari en vatn

Olía hefur lækkað í verði
Olía hefur lækkað í verði AFP

Hríðfallandi verð á olíu hefur margvísleg áhrif á hagkerfi heimsins en ein forvitnileg afleiðing þess er að olía er nú orðin ódýrari en vatn í flöskum.

Verð á tunnu af Brent Norðursjávarolíu fór niður fyrir sextíu dollara í dag. Í henni eru 159 lítrar og kostar einn lítri um 24 bresk penní þar sem einn dollari kostar 64 penní.

Fréttamaður Reuters fréttastofunnar, John Kemp, skrifaði á Twitter síðu sína í morgun að það væri um 40 prósent ódýrara en Evian vatn í flöskum í breskum stórmörkuðum þar sem kippa af 1,5 lítra flöskum kostar 3,80 pund.

Olían er þó ennþá dýrari en Ashbeck vatnið sem selt er í Tesco. Lítrinn af því kostar 20 penní ef keyptar eru fjórar tveggja lítra flöskur á vefsíðu fyrirtækisins. Til þess að olían færi undir vatnið í verði þyrfti olíutunnan að kosta 42,61 dollara

Business Insider greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK