Apple sýknað af ásökunum um samkeppnislagabrot

Málið snerist um iTunes-uppfærslu frá árinu 2006. Hér sést Steve …
Málið snerist um iTunes-uppfærslu frá árinu 2006. Hér sést Steve Jobs, stofnandi Apple. Tölvupóstar sem hann sendi voru meðal dómsskjala. Jobs lést árið 2012. AFP

Kviðdómur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur sýknað tæknifyrirtækið Apple af ásökunum um samkeppnislagabrot. 

Málið, sem hefur verið rekið fyrir dómstólum í nokkur ár, snerist um uppfærslu sem kom út árið 2006 yfir iTunes-hugbúnað Apple. Uppfærslan leiddi til þess aðeins iPod-spilarar gátu leikið tónlist sem var keypt í iTunes-versluninni. Þetta kemur fram á vef BBC. 

Neytendur héldu því fram að með þessu hefði Apple brotið bandarísk samkeppnislög og kröfðust 350 milljóna dala í skaðabætur, sem samsvarar um 43 milljörðum króna. 

Við réttarhöldin voru birtir tölvupóstar sem Steve Jobs, stofnandi Apple, sendi áður en hann lést árið 2012. 

Um átta milljónir iPod-eigenda og 500 endursöluaðilar voru hluti af hópmálssókninni. Hefði Apple tapað dómsmálinu þá hefði Apple þurft að greiða um einn milljarð dala í skaðabætur (um 123 milljarða króna), því samkvæmt bandarískum lögum þrefaldast skaðabótaupphæðin sjálfvirkt við dómsuppkvaðninu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK