Verðstríð í breskum búðum

AFP

Breskir stórmarkaðir keppa nú um viðskiptavina fyrir jólin og eru verðlækkanir daglegt brauð. Ástæðan er samkeppni frá þýskum lággjaldavöruverslunum, svo sem Lidl og Aldi sem hafa aukið markaðshlutdeild sína jafnt og þétt.

Aðferðir af ýmsum tegundum eru notaðar til þess að lokka viðskiptavinina inn í búðirnar. Má þar nefna svarta föstudaga, net mánudaga og óða mánudaga (Black Friday, Cyber Monday og Manic Monday) sem eru þekktir afsláttardagar í Bandaríkjunum.

Smásala hefur dregist saman í Bretlandi í haust og hefur það ekki gerst í tuttugu ár hið minnsta. Eins hefur verð á matvælum lækkað sem þýðir að verðbólga hefur ekki mælst jafn lítil í Bretlandi í tólf ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK