Borinn Þór notaður í þrjár holur

Bor.
Bor.

HS Orka hf. og Jarðboranir hf. hafa undirritað verksamning um boranir vegna gufuöflunar fyrir jarðvarmavirkjanir HS Orku á Reykjanesi. Samningurinn tekur til borunar á þremur borholum með möguleika á fimm holum til viðbótar. Að undangenginni verðkönnun sem HS Orka réðst í reyndist tilboð Jarðborana hagstæðast, því var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið um verkið.

Það er sérstaklega ánægjulegt við samstarfið að borinn Þór sem notaður verður við borverkefnið er alfarið knúinn með raforku sem framleidd er á vistvænan hátt í orkuverum HS Orku. Við þetta sparast vel á annað hundrað þúsund lítrar af jarðefnaeldsneyti á hverja borholu, sem er gríðarlega mikilvægt í umhverfislegu og efnahagslegu tilliti.
Framkvæmdir við verkið munu hefjast nú í desember.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK