Enginn komst yfir gögnin

Skjáskot af vefsíðu Netgíró

Gögnum um þá viðskiptavini sem Netgíró fletti upp hjá Creditinfo í gær var umsvifalaust eytt úr tölvukerfi fyrirtækisins þegar upp komst um kerfisvilluna. Enginn fékk aðgang að gögnunum og ekki var farið handvirkt yfir þau.

Þetta segir Guðjón Elmar Guðjónsson, markaðsstjóri Netgíró.

Hann segir kerfisvinnsluna hafa verið stöðvaða þegar einungis hluta viðskiptavinanna hafði verið flett upp. Ekki er búið að taka saman hversu mörgum var flett upp en Guðjón telur að hlutfallið sé um sex til átta prósent. Í október voru viðskiptavinir fyrirtækisins um þrjátíu þúsund talsins og samkvæmt þessum upplýsingum var á bilinu 1.800 til 2.400 manns flett upp.

Ekki brot á viðskiptaskilmálum

Mbl greindi frá því fyrr í dag að Net­gíró hefði fyrir mistök kallað eft­ir láns­hæf­is­mati Cred­it­in­fo á kenni­töl­um viðskipta­vina sinna auk þess sem láns­hæf­is­mat var einnig sótt á aðila sem höfðu skráð sig í þjónustuna en ekki hafa nýtt sér hana. Guðjón ítrekar að uppflettingin hafi engin áhrif á lánshæfismat viðkomandi einstaklinga og segir Netgíró biðjast afsökunar á mistökunum.

Þá segir hann fyrirtækið hafa almenna heimild til þess að fletta upp viðskiptavinum sínum og því sé ekki um brot á viðskiptaskilmálum að ræða. Einhverjir hafa þegar haft samband við fyrirtækið og beðið um að aðgangur þeirra verði gerður óvirkur.

Samkvæmt upplýsingum frá Cred­it­in­fo verður kallað eftir út­tekt og at­vika­skýrslu á því sem átti sér stað og brugðist verður við með viðeig­andi hætti. Þá seg­ir Cred­it­in­fo að at­vik sem þetta hafi aldrei komið upp og því ráðist viðbrögðin ein­fald­lega af út­komu skýrsl­unn­ar.

Frétt mbl.is: Flettu þúsundum upp hjá Creditinfo

Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9
Höfuðstöðvar Creditinfo Group að Höfðabakka 9 Ernir Eyjólfsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK