Lækkun olíuverðs kemur sér vel

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta hefur náttúrulega góð áhrif á reksturinn. Ef aðeins er horft til aksturs Strætó höfum við notað um 2,3 milljónir lítra af bensíni það sem af er þessu ári. Við það bætist síðan akstur verktaka.“

Þetta segir Ástríður Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Strætó, í samtali við mbl.is aðspurð hvernig lækkandi heimsmarkaðsverð á olíu kemur við rekstur fyrirtækisins. Það segi sig sjálft að umtalsverð lækkun á eldsneyti komi sér vel fyrir reksturinn. „Þetta hefur að sama skapi jákvæð áhrif á rekstur verktaka en þeir keyra um 45% af öllum akstri á höfuðborgarsvæðinu.“ Ástríður segir að gert hafi verið ráð fyrir því í áætlunum fyrirtækjanna að eldsneyti myndi lækka en kannski ekki alveg jafnmikið og raunin hafi orðið. 

„Síðan er vitanlega margt annað sem hefur áhrif á eyðsluna hjá okkur. Við erum núna að endurnýja flotann okkar og nýjir vagnar eiga að eyða minna. Á móti erum við líka með eldri bíla sem eyða miklu. Síðan hjálpar þessi tíð okkur ekki. Hún þýðir meiri eyðslu,“ segir Ástríður. Kostnaður Strætó vegna eldsneytis er í kringum 400 milljónir að hennar sögn. „Þannig að allt svona hefur góð áhrif.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK