Ræða málefni Ríkisútvarpsins

Stjórn Ríkisútvarpsins situr nú á fundi í Útvarpshúsinu þar sem rætt er um málefni félagsins. Um reglubundinn mánaðarlega fund er að ræða að sögn Ingva Hrafns Óskarssonar, formanns stjórnarinnar, í samtali við mbl.is.

Fjármál Ríkisútvarpsins hafa verið mjög í umræðunni undanfarin misseri og ekki síst í tengslum við fjárlagafrumvarp ríkisstjórarinnar. Margir hafa kallað eftir því að framlög til félagsins yrðu aukin á meðan aðrir hafa lagt áherslu á frekari hagræðingar í rekstri þess. Viðbúið er að umræða um fjárhagsstöðu Ríkisútvarpsins verði fyrirferðamikil á fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK