Minnsta verðbólga í tvo áratugi

Verðlag hækkaði um 0,31% í desember
Verðlag hækkaði um 0,31% í desember mbl.is/Golli

Verðlag hækkaði um 0,31 prósent í desember og umfram spá greiningaraðila sem lágu á bilinu 0,2 til 0,3 prósent. Ársverðbólgan mælist nú 0,8 prósent og er sú minnsta sem mælst hefur í tvo áratugi. Jafnframt er þetta ellefta mánuðinn í röð sem ársverðbólga mælist undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans.

Frekari eldsneytislækkanir

Þetta kemur fram í Markaðspunktum Greiningardeildar Arion banka. Helstu liðir sem hækkuðu að þessu sinni voru flugfargjöld, eða 0,2% áhrif, húsnæðisliðurinn um 0,13% og matarkarfan um 0,05% en hækkun flugfargjalda var þó undir spám greiningaraðila. Bensín hafði mest áhrif til lækkunar, eða 0,10%, en var þó undir spá greiningardeildarinnar sem gerir jafnframt ráð fyrir að frekari lækkanir á eldsneytisverði líti dagsins ljós á næstu mánuðum.

Bráðabirgðaspá greiningardeildarinnar er þá færð lítillega niður fyrir næstu mánuði og felur spáin í sér að ársverðbólga verði nálægt 0,8% að meðaltali á fyrsta ársfjórðungi 2015 eða undir vikmörkum Seðlabankans. Ástæðan er aðallega lækkun hráolíuverðs á heimsmarkaði undanfarið og sú staðreynd að greiningardeildin telur svigrúm fyrir frekari lækkun eldsneytisverðs innanlands

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK