Tekur við verslunar- og markaðssviði Lyfju

Elsa M. Ágústsdóttir.
Elsa M. Ágústsdóttir.

Elsa M. Ágústsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður verslana- og markaðssviðs Lyfju hf. Elsa tekur við starfinu af Þorgerði Þráinsdóttur sem hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Elsa er viðskiptafræðingur að mennt og hefur einnig lokið námi í verkefnastjórnun. Elsa starfaði hjá Símanum og Vodafone á árunum 2002 til 2006. Hún var markaðsstjóri Nýherja og dótturfélaga 2006-2008 en þá tók hún við stöðu rekstrarstjóra Sense. Hún var síðan framkvæmdastjóri smásölusviðs Nýherja frá 2011 þar til fyrr á þessu ári.

Elsa tekur við starfinu um áramót og tekur jafnframt sæti í framkvæmdastjórn Lyfju hf. Aðrir í framkvæmdastjórninni eru: Sigurbjörn Gunnarsson, framkvæmdastjóri, Þórbergur Egilsson, forstöðumaður þróunar og rekstrarmála, Sigurður Kristjánsson, fjármálastjóri og Hallur Guðjónsson, starfsmannastjóri.

Lyfja hf. rekur 41 apótek og heilsuverslanir undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins auk Lyfjalausna, lyfjaskömmtunar. Þá er Lyfja hf. eigandi að heildverslunum Innlandi ehf. og Heilsu ehf. Framkvæmdastjóri Heilsu er Sigfríð Eik Arnardóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK