Skattalækkun lækkar bensínverð

Lækkun á efra þrepi virðisaukaskatts úr 25,5% í 24% mun hafa áhrif á útsöluverð á eldsneyti. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að eldsneytisverð muni lækka um ríflega 2 krónur á lítra miðað við núverandi útsöluverð.

Verð á 95 oktana bensíni er núna komið niður í 209 krónur á lítra og ætti að lækka um rúmlega 2 krónur um áramótin þegar skattalækkunin tekur gildi.

„Niðurfelling 15% vörugjalds á varahluti og lækkun efra þreps virðisaukaskatts í 24% ætti að skila sér í lækkun iðgjalda ökutækjatrygginga. Ég hef séð nálgun frá tryggingafélagi þar sem fram kemur að um þriðjungur af tjónakostnaði í ökutækjatryggingum sé vegna ökutækja- og munatjóna,“ segir Runólfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK