20% fækkun gjaldþrota

AFP

Nýskráningum einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá desember 2013 til nóvember 2014, hefur fjölgað um 7% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.040 ný félög skráð á tímabilinu. Mest er fjölgun nýskráninga í flokknum flutningar og geymsla, 32% á síðustu 12 mánuðum.

Gjaldþrot einkahlutafélaga síðustu 12 mánuði, frá desember 2013 til nóvember 2014, hafa dregist saman um 20% samanborið við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 796 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu. Gjaldþrotum í flokknum upplýsingar og fjarskipti hefur fækkað mest, eða um 45% á síðustu 12 mánuðum, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK