Kaffivélarnar sprauta sjóðandi vatni

Keurig Mini Plus vélin.
Keurig Mini Plus vélin. Mynd/eBay

Fyrirtækið Keurig þarf að innkalla um 7,2 milljónir kaffivéla þar sem þær geta ofhitnað og brennt notendur hennar með því að sprauta yfir þá sjóðandi heitu vatni.

Vélarnar sem um er að ræða eru af tegundinni Keurig Mini Plus og voru framleiddar frá desember 2009 til júlí 2014 með númerinu K10 og raðnúmerum sem byrja á 31. Um 6,6 milljón vélar sem seldar voru í Bandaríkjunum eru innkallaðar og um 564 þúsund sem seldar voru í Kanada.

Í kjölfar tilkynningar um innköllunina lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins um 3,3 prósent. Að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu er sérstök hætta á ofhitnun ef hellt er upp á fleiri en tvo bolla á skömmum tíma. Vitað er að um 90 manns hafa slasast vegna gallans í Bandaríkjunum og 17 í Kanada.

Vélarnar eru notaðar til að hella upp á staka bolla á skömmum tíma og eru seldar á um 100 dollara.

Reuters greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK