Rússland á leið í ruslflokk?

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Alþjóðlega matsfyrirtækið Strandar & Poor's tilkynnti í dag að til skoðunar væri að lækka lánshæfismat Rússlands vegna efnahagserfiðleika landsins og veikrar stöðu fjármálakerfis þess.

Lánshæfismat Rússlands er BBB- hjá S&P eins og staðan er í dag en fyrirtækið metur horfur neikvæðar. Fram kemur í frétt AFP að þetta þýði að helmingslíkur séu á að lánshæfismatið verði lækkað. Verði það gert fer Rússland í ruslflokk að mati fyrirtækisins. Gert er ráð fyrir endanlegu mati um miðjan janúar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK