Segir Fuzzy og Kollinn ekki eins

Kollurinn er hér til vinstri en Fuzzy stóllinn til hægri. …
Kollurinn er hér til vinstri en Fuzzy stóllinn til hægri. Dæmi nú hver fyrir sig. Mynd/Benedikt Guðbrandsson

Framleiðandi Kollsins, meintrar eftirlíkingar af Fuzzy stólnum, segir broslegt að fullyrða að stólarnir tveir séu einn og sami hluturinn þegar aðeins skinnið á setunni sameinar þá.

Meint eftirlíking af Fuzzy stólnum var tekin úr sölu í Rammagerðinni eftir umfjöllun mbl um málið. Sigurður Már Helgason, hönnuður Fuzzy, sagði í samtali við mbl að hug­mynd­inni að út­lit­inu væri stolið með því að vinna með gær­una sem skap­ar út­lit stóls­ins. Hann hafði rætt málið áður við Rammagerðina og var Kollurinn í kjölfarið tekinn úr sölu, en var þó skömmu síðar síðar tekinn aftur inn í verslunina. Sigurður sagðist þá einnig hafa bent fram­leiðanda stólsins á lík­ind­in, en sagði hann hafa svarað með skæt­ingi.

Furðulegt að hafa einkarétt á gærunni

Framleiðandi Kollsins, húsgagnasmiðurinn Benedikt Guðbrandsson, segist einu sinni hafa rætt um málið við Sigurð í síma auk þess að hafa verið netsambandi við hann. „Þar hefur hann sagt mér að hann hafi einkarétt á gærunni, sem mér finnst nokkuð furðulegt þar sem hún er seld í ótal mörgum verslunum,“ segir Benedikt. „Ég hef beðið hann að leggja fram pappíra um einkaréttinn en hann hefur ekki getað sýnt fram á það,“ segir hann.

Benedikt bendir á muninn á stólunum tveimur og nefnir meðal annars að Fuzzy sé 40 cm á hæð en Kollurinn sé hins vegar 47 cm. Þá sé breiddin á setunni á Fuzzy 34,3 cm en á Kollinum sé breiddin 38 cm. Hann bendir einnig á að þrír hefðbundnir sófaborðsfætur séu undir Kollinum á meðan fjórir dropalagaðir fætur séu undir Fuzzy. Þá segir hann ekkert líkt með festingum undir fótum auk þess sem engin líkindi séu með nöfnum stólanna tveggja.

Sig­urður hannaði og smíðaði fyrsta Fuzzy stól­inn árið 1970.

Frétt mbl.is: Rammagerðin tekur stólinn úr sölu

Frétt mbl.is: Eftirlíking af Fuzzy í Rammagerðinni

Benedikt bendir á að festingar séu ólíkar auk þess sem …
Benedikt bendir á að festingar séu ólíkar auk þess sem einungis þrír fætur séu undir Kollinum á meðan fjórir fætur eru undir Fuzzy. Mynd/Benedikt Guðbrandsson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK