Stórútsölurnar byrjaðar á netinu

Útsölurnar byrja í Bretlandi 2. jólum. Þær byrja þó fyrr …
Útsölurnar byrja í Bretlandi 2. jólum. Þær byrja þó fyrr á netinu. AFP

Í dag er talið að slegið verði met í netverslun. Gert er ráð fyrir að breskar netverslanir fái um 142 milljón heimsóknir í dag sem er 25% meira en á jóladag í fyrra. Í frétt Sky kemur fram að líklega muni Bretar eyða um 125 milljörðum króna í kaup á vörum netverslana í dag, um 636 milljónum punda.

Sérfræðingar hjá fyrirtækinu Experian segja að það að versla vörur og þjónustu á netinu á jóladag sé orðin jafn mikil hefð og „kalkúnninn og skinkan“ í jólamatinn.

2. í jólum er mikill verslunardagur í Bretlandi, svokallaður Boxing day. Þá fara fjölmargar vörur á útsölu. En með til komu netverslana hefst þetta kaupæði fyrr, því afslættirnir byrja hjá þeim verslunum í dag og sumar hófu að setja vörur á útsölu í gær, á aðfangadag.

Margir Bretar kjósa því að slaka á heima eftir jólamatinn og gera góð kaup í gegnum tölvuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK