Ísbúðinni lokað vegna mjólkurskorts

Það er erfitt að reka ísbúð ef engin er mjólkin
Það er erfitt að reka ísbúð ef engin er mjólkin AFP

Ísbúðin Coromoto er nýjasta fórnarlamb efnahagsþrenginga í Venesúela. Nú hefur ísbúðinni, sem er afar vinsæl meðal ferðamanna, verið lokað tímabundið vegna mjólkurskorts.

Coromoto, sem er í borginni Merida, er skráð í heimsmetabók Guinness fyrir fjölda bragðtegunda íss en alls er boðið upp á 863 bragðtegundir þar.

Í Venesúela er vöruskortur ekki nýr af nálinni því undanfarin ár hafa ýmsar vörur eins og salernispappír og mjólkurvörur oft verið af skornum skammti. Helstu skýringarnar eru lítill hagvöxtur, mikil verðbólga og gjaldeyrishöft.

Á Facebook-síðu ísbúðarinnar kemur fram að búðinni hafi verið lokað vegna skorts á mjólk. 

Eukaris Castillo, einn starfsmanna búðarinnar, sagði í samtali við BBC Mundo að ákveðið hefði verið að loka búðinni vegna kvartana frá viðskiptavinum um að úrvalið væri ekki jafn mikið í ísbúðinni og heitið var. Því væri betra að loka ísbúðinni yfir ferðamannatímann svo orðspor hennar myndi ekki spillast.

Að sögn Castillo er mjög erfitt að fá mjólk í verslunum og að verðið á svarta markaðnum hafi sexfaldast á undanförnum mánuði. Því væri það vonlaust fyrir Coromoto að bjóða upp á allar þær bragðtegundir sem verslunin er þekkt fyrir.

Það er spurning um hvort það verði ekki bara að …
Það er spurning um hvort það verði ekki bara að setja upp ísskúlptúr fyrir utan ísbúðina þar til hægt verður að hefja starfsemi á ný. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK