Átta sagt upp hjá 365

Átta starfsmönnum 365 var sagt upp í gær.
Átta starfsmönnum 365 var sagt upp í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átta starfsmönnum fjölmiðlafyrirtækisins 365 var sagt upp í gær. Forstjóri 365 segir uppsagnirnar lið í því að hagræða í rekstri og einfalda skipulag. Fólkið starfaði á sölu-, þjónustu- og fjármálasviði.

Mikil uppstokkun hefur átt sér stað á 365 miðlum eftir að Sæv­ar Freyr Þrá­ins­son tók við sem for­stjóri og Krist­ín Þor­steins­dótt­ir gerðist út­gáfu­stjóri. Í lok október var tíu fastráðnum starfsmönnum sagt upp auk átta verktaka og í september enn fleiri starfsmönnum sagt upp störfum. Sævar segir að ekki sé von á frekari uppsögnum og gerir hann ráð fyrir að nýtt skipulag fyrirtækisins verði kynnt snemma á nýju ári.

Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna 365 miðla og Tals und­ir merki 365 fyrr í mánuðinum. Af því tilefni var haft eftir Sævari í tilkynningu að í kjölfar sameiningarinnar yrði unnt að bjóða nýjungar, sem ekki hefðu sést áður á fjarskiptamarkaðnum. Samkeppniseftirlitið setti þó skilyrði fyrir sameiningunni og verður m.a. óheim­ilt að gera það að skil­yrði fyr­ir kaup­um á þjón­ustu á fjöl­miðlamarkaði að fjar­skiptaþjón­usta fylgi með í kaup­un­um.

Samruni Tals og 365 skilyrðum háð

18 hættu hjá 365 í gær

Enn frekari uppstokkun hjá 365

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK