Walkman snýr aftur

Walkman líkt og margir muna eftir. Sá nýi er þó …
Walkman líkt og margir muna eftir. Sá nýi er þó aðeins öðruvísi. Mynd ad Ebay

Raftækjarisinn Sony hefur boðað endurkomu Walkman-spilarans og mun sá nýi kosta 1.100 dollara eða um 142 þúsund íslenskar krónur. Spilarinn kallast ZX2 og fyrirtækið kynnti hann til sögunnar á tækniráðstefnu í Las Vegas í Bandaríkjunum á dögunum.

Forsvarsmenn Sony sögðu græjuna fágaða og búna hámarkshljóðgæðum. Hægt er að nálgast öpp í gegnum Google Play í spilaranum en honum er þó ekki stefnt sem samkeppnisvöru gegn snjallsímum.

Blaðamaður The Verge fékk að prófa spilarann og gaf honum góða dóma. Hann var virkilega ánægður með útlitið og stærðina og sagði hann þyngri en hann hefði búist við - en á góðan hátt. Geymsluminni spilarans er 128 gígabæt en einnig er rauf fyrir aukaminniskort.

Nýi Walkman spilarinn
Nýi Walkman spilarinn Skjáskot úr Youtube myndbandi The Verge
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK