„Ég hef kveikt í mönnum“

ón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts.
ón Gerald Sullenberger, eigandi Kosts. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég hef greinilega kveikt í mönnum, það er alveg á hreinu,“ segir Jón Gerald Sullenberger, eigandi verslunarinnar Kosts, aðspurður um viðbrögð við komu verslunarkeðjunnar Costco til landsins. „Ég vil halda því fram að koma okkar á markaðinn hafi haft eitthvað um þetta að segja. Vegna þess að verslunin mín er það frábrugðin öðrum verslunum hér á landi, en mjög sambærileg Costco,“ segir Jón Gerald. „En aftur á móti fagna ég bara samkeppni vegna þess að mér finnst fákeppni ríkjandi á Íslandi,“ segir hann.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að tekin hefði verið ákvörðun um að Costco myndi opna versl­un hér á landi í Kaup­túni 3 í Garðabæ á næsta ári.

Breska Costco á Íslandi

Jón Gerald kveðst þó nokkuð hissa á að verslunarrisi sem Costco sjái hag sinn í að opna búð á litla Íslandi. „Smásölumarkaðurinn veltir í kringum 100 milljörðum og þar af eru Hagar með um 65 til 70 milljarða hlutdeild. Það er fagnaðarefni að fá svona öflugan aðila á markaðinn til þess að hjálpa okkur að berjast gegn einokuninni,“ segir hann.

Þó verslanirnar séu sambærilegar segir Jón Gerald að nokkur munur verði á vöruúrvalinu þar sem hann kaupi allar sínar vörur frá Bandaríkjunum en hins vegar sé það breska Costco sem opnar á Íslandi. Breska Costco er dótturfélag Costco Wholesale Corporation og nefnist Costco Wholesale United Kingdom Ltd. Vöruúrvalið er með svipuðum hætti og í bandaríska Costco en evrópskar vörur er þar einnig að finna. Þá bendir Jón Gerald að Costco séu sterkir í sérvörum og skemmtilegt verði að sjá úrval þeirra af fatnaði, raftækjum og ritföngum.

Breska Costco stjórnar einnig versl­un­um Costco á Spáni auk þess sem umsókn um að reisa Costco-versl­un eða versl­an­ir í Frakklandi hefur verið lögð inn. Verslunin í Kauptúni verður 12 þúsund fer­metrar að stærð.

Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð …
Í stórum hluta þessa húss verður ný verslun Costco opnuð á næsta ári. Um er að ræða 12 þúsund fermetra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK