WOW air valið sjöunda besta lággjaldaflugfélagið í Evrópu

Wow air hefur verið valið sjöunda besta lággjaldaflugfélag Evrópu.
Wow air hefur verið valið sjöunda besta lággjaldaflugfélag Evrópu. mbl.is/Rósa Braga

Annað árið í röð er flugfélagið WOW air valið sjöunda besta lággjaldaflugfélagið í Evrópu samkvæmt World Airline Awards. Samkvæmt tilkynningu frá félaginu er valið í höndum farþega en fjöldi ferðamanna um allan heim tekur þátt á hverju ári í stærstu ánægjukönnun um gæði flugfélaga og flugvalla víðs vegar um heiminn. Hefur breska fyrirtækið Skytrax haldið utan um þessa skoðanakönnun síðastliðin 16 ár yfir bestu flugfélögin og flugvellina í heiminum.

„Það er mikill heiður að komast á þennan topp tíu lista annað árið í röð, sérstaklega þar sem valið er í höndum farþega. Við settum okkur fjögur lykilmarkmið frá upphafi félagsins sem við höfum reynt að standa við; bjóða upp á lægsta verðið, vera stundvísust, nýjar vélar og ávallt bjóða upp á ferska og skemmtilega þjónustu. Þetta hefur augljóslega skilað sér til farþega okkar,“ segir Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, í tilkynningu.

Hér að neðan má sjá listann yfir bestu lággjaldaflugfélögin í Evrópu.

1            Norwegian

2             easyJet

3             Germanwings

4             NIKI

5             airBaltic

6             Wizz Air

7             WOW Air

8             Pegasus Airlines

9             Onur Air

10           flyBe

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK