Akur kaupir í rútufyrirtæki

Þórir Garðarsson segir Akur veita Gray Line sterkt bakland.
Þórir Garðarsson segir Akur veita Gray Line sterkt bakland. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Viðræður á milli eigenda Iceland Excursions Allrahanda, sem er sérleyfishafi Gray Line á Íslandi, og Akurs fjárfestinga um kaup Akurs á hlutafé í Gray Line á Íslandi hafa staðið um nokkurt skeið.

Akur er fjárfestingarfélag í stýringu hjá Íslandsbanka sem fjárfestir í virkum eignarhlutum í óskráðum félögum.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Þórir Garðarsson, starfandi stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs félagsins, viðræður milli aðila í ákveðnu ferli en býst fastlega við því að samningar náist. „Nú er verið að vinna áreiðanleikakannanir en við teljum að ekkert ætti að koma í veg fyrir kaup Akurs í félaginu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK