Staða heimila aldrei betri frá bankahruni

Hagur heimila mun styrkjast á árinu að mati Íslandsbanka.
Hagur heimila mun styrkjast á árinu að mati Íslandsbanka. mbl.is/Árni Sæberg

Hagvísar benda til þess að hagur heimila hafi vænkast umtalsvert á liðnu ári og sé nú í ársbyrjun betri en nokkru sinni síðan fyrir hrun bankakerfisins, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka.

Þessu til stuðnings bendir greiningardeild bankans meðal annars á þróun kaupmáttar, íbúðaverðs og atvinnustigs á síðastliðnu ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Laun hækkuðu um 5,8% milli 2013 og 2014 samkvæmt launavísitölu, sem er viðlíka hækkun og 2012 en minni hækkun en árin tvö þar á undan. Hins vegar stuðlaði lág verðbólga að því að kaupmáttur jókst verulega, eða um 3,7%. Þetta er mesta kaupmáttaraukning frá árinu 1998, að árinu 2007 undanskildu þegar kaupmáttur jókst um 3,8%. Kaupmáttur hefur nú aukist um 15,6% frá því sem hann var minnstur eftir hrunið og er orðinn svipaður og þegar hann var mestur á þensluskeiðinu fyrir 2008, að sögn Greiningar Íslandsbanka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK