Rússland fært niður í ruslflokk

Útlit er fyrir mikinn samdrátt í hagkerfi Rússlands.
Útlit er fyrir mikinn samdrátt í hagkerfi Rússlands. AFP

Standard and Poor's varð í dag fyrst greiningarfyrirtækja til að lækkað láns­hæf­is­mat á Rússlandi niður í ruslflokkinn svonefnda. Moo­dy's og Fitch höfðu fyrr í mánuðinum einnig lækkað lánshæfismat landsins og stendur Rússland einum flokki ofar ruslflokknum hjá þeim. Fyrirtækin gáfu einnig út að það kæmi til greina að lækka Rússland enn frekar.

Í greiningu Standard and Poor's segir að slæmar horfur séu í efnahagslífi Rússlands vegna lækkandi olíuverðs, refsiaðgerðir vegna deilunnar í Úkraínu og gengis rúblunnar. Veikar vonir séu um hagvöxt og reyndar reiknar fyrirtækið með 2,6% samdrætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK