365 kynnir breytingar

Merki 365 er nú appelsínugult.
Merki 365 er nú appelsínugult. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið 365 kynnir breytingar í dag, bæði á ásýnd fyrirtækisins og einnig á þjónustu þess. Tal og 365 sameinast undir merkjum 365 með nýjum litum, ásýnd og þjónustu.

Meðal breytinga er að merki 365 verður ekki lengur fjólublátt, heldur appelsínugult og býður fyrirtækið nú í fyrsta skipti farsímaþjónustu. Farsímatilboð fyrirtækisins verða bundin sjónvarpsáskrift.

Í tilkynningu frá 365 segir að boðið verði upp á farsímaþjónustu frá og með deginum í dag. Með völdum sjónvarpspökkum frá 365 fylgja allt að 8 gsm áskriftaleiðir með allt að 60 mínútum og sms á 0 krónur.

Farsímaþjónustan skiptist í þrjú þrep og þurfa viðskiptavinir ekki að hafa fyrir því að velja eitt þeirra. Notkun hvers og eins í hverjum mánuði ákveður hagkvæmasta þrepið hverju sinni. Viðskiptavinir 365 færast þannig áhyggjulausir milli þrepa og eru ávallt vissir um að vera í réttri leið.

Leiðin skiptast í eftirfarandi þrep:

  1. 0 til 60 mínútur og sms á 0 krónur

  2. 60 til 365 mínútur og sms á kr. 2.990

  3. Endalaus innlend notkun í borðsíma og farsíma á kr. 4.990

„Við fögnum því að með sameiningu 365 miðla ehf. og Tals undir merkjum 365 verður til nýtt og öflugt félag á markaði fjölmiðlunar og fjarskipta sem á sér enga hliðstæðu hér á landi. Okkur gefst nú kostur á að samnýta reynslu, þekkingu og krafta fyrirtækjanna, bjóða upp á fjölbreyttara vöruúrval og enn betri þjónustu enda hefur sameiningin í för með sér stóraukin þægindi og hagkvæmni fyrir viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Sævari Frey Þráinssyni, forstjóra 365, í tilkynningu.

365 býður nú í fyrsta skipti upp á farsímaþjónustu.
365 býður nú í fyrsta skipti upp á farsímaþjónustu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK