Fréttir birtast á snapchat

Snapchat
Snapchat

Fjöldi fjölmiðla gert samning við Snapchat um sýningu á myndskeiðum sem verða í formi frétta í nýjum hluta Snapchat er kallast „Discover“. Meðal samstarfsaðila eru CNN, ESPN, National Geographic, Vice, Cosmo, Comedy Central, the Food Network, MTV, People og Yahoo News.

Í frétt CNN Money kemur fram að fréttum CNN verði hagað þannig að fimm fréttir verða valdar af ritstjórum fölmiðilsins á hverjum degi og verða þær sýnilegar í 24 klukkustundir. Segjast forsvarsmenn CNN spenntir yfir því að eiga möguleika á að ná til yngri markhópa í gegnum Snapchat.

Þá verða plássin einnig nýtt til þess að selja auglýsingar og auka þannig tekjumöguleika beggja aðila.

Snapchat hefur unnið að „Discover“ hlutanum í nokkra mánuði og er honum ætlað að verða helsta tekjulind fyrirtækisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK