Hefur ekki áhrif á þá lægst launuðu

Hagfræðingur VR hafnar því að hærri lágmarkslaun leiði til hærra …
Hagfræðingur VR hafnar því að hærri lágmarkslaun leiði til hærra atvinnuleysis meðal þeirra lægst launuðu. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hækkun lágmarkslauna hefur lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á eða nærri lágmarkslaunum og leiða ekki til aukins atvinnuleysis en helsta ástæða þess er að kostnaðarauki fyrirtækja vegna hækkunarinnar telst hlutfallslega lítill.

Þetta kemur fram í grein Viðars Ingasonar, hagfræðings hjá VR í nýjasta tölublaði Vísbendingar, þar sem hann vísar til þess að mikið hafi verið rætt um efnið að undanförnu.

Hann segir aðlögun fyrirtækja vegna hærri lágmarkslauna geta komið fram með færri unnum vinnustundum, aukinni þjálfun starfsmanna, aukinni eftirspurn eftir meira menntuðu starfsfólki, minni launahækkunum til þeirra sem hafa hærri laun, aukinni framleiðni starfsmanna, hækkun verðlags, lægri hagnaði fyrirtækja eða minni starfsmannaveltu sem er jafnan mjög kostnaðarsöm fyrir fyrirtæki. 

Engin áhrif á atvinnuleysi

Viðar bendir á að í upphafi árs 2014 hafi lágmarkslaun verið hækkuð í 13 fylkjum Bandaríkjanna. Fjárfestingarbankinn Goldman Sachs gerði einfalda rannsókn á áhrifum hækkunarinnar á atvinnu en fann engin áhrif. Þá var í kjölfarið framkvæmd önnur viðameiri rannsókn þar sem áhersla var lögð á unglinga annars vegar og fullorðna með litla menntun hins vegar. Rannsóknin tók tillit til fjölmargra þátta þannig að unnt væri að einangra áhrif hækkunar lágmarkslaunanna og bentu niðurstöðurnar til þess að hækkun lágmarkslauna hafi jákvæð áhrif á atvinnu.

Lægstu laun verði 300 þúsund

Samn­inga­nefnd Starfs­greina­sam­bands Íslands hefur afhent Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins kröfu­gerð vegna kom­andi kjara­samn­inga þar sem settar eru fram kröfur um að lægsti launataxti verði 300 þúsund krón­ur á mánuði inn­an þriggja ára. Þess má geta að núverandi kauptaxtar starfsgreinasambandsins eru 201 til 238 þúsund krónur.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa þá sagt að eng­inn grund­völl­ur sé til viðræðna við Starfs­greina­sam­bandið um end­ur­nýj­un kjara­samn­inga á grund­velli þeirr­ar kröfu­gerðarinnar þar sem ekk­ert mat sé lagt á áhrif krafn­anna á verðbólgu, vexti, verðtryggðar skuld­ir heim­ila og fyr­ir­tækja, kaup­mátt launa og at­vinnu­leysi.

Samninganefndir SGS og SA komu saman í gær.
Samninganefndir SGS og SA komu saman í gær. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK