Með 1,2 milljarða í árslaun

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. AFP

Grunnlaun Tim Cook, forstjóra Apple, hækkuðu um 43 prósent á síðasta ári, eða úr 1,4 milljónum dollara á ári í 2 milljónir. Þá tvöfölduðust heildarlaunin hans á sama ári og nema nú um 9,2 milljónum dollara, eða um 1,2 milljarði króna.

Þetta kemur fram í ársskýrslu Apple þar sem jafnframt segir að laun annarra yfirmanna hjá fyrirtækinu hækkuðu um 14 prósent og nema um einni milljón dollara á ári. Þá náði virði hlutabréfa fyrirtækisins sögulega hámarki og metfjöldi iPhone síma voru seldir á árinu 2014,

Þetta var fyrsta launahækkun Cook frá því í nóvember 2011 en Cook tók við forstjórastólnum í ágúst á sama ári eftir fráfall Steve Jobs, stofnanda Apple. Í skýrslunni segir að ákveðið hefði verið að veita launahækkanirnar eftir að óháður aðili hafði farið yfir starfskjör helstu samkeppnisaðila. Þá var þakið á bónusgreiðslur framkvæmdastjórnarinnar hækkað í 400 prósent af árslaunum viðkomandi.

Í nóvember var Apple metið á um 700 milljarða dollara eftir að hlutabréf fyrirtækisins náðu methæðum. Á föstudag var fyrirtækið hins vegar metið á 658 milljarða dollara. 

BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK