Byggingafyrirtæki býður 85 milljónir í St. Jósefsspítala

St. Jósefsspítali í Hafnarfirði.
St. Jósefsspítali í Hafnarfirði. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstu tilboð í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði og læknastofurnar samsvara aðeins fjórðungi eða fimmtungi af fasteigna- og brunabótamati eignanna.

Ríkiskaup senda tilboðin til fjármálaráðuneytisins sem ákveður framhaldið í samráði við Hafnarfjarðarbæ, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ríkiskaup auglýstu húseignir St. Jósefsspítala til sölu í tvennu lagi. Annars vegar húsnæði sjúkrahússins sem staðið hefur ónotað frá árinu 2011 og hins vegar læknastofurnar sem standa hinum megin götunnar. Ríkiskaup gefa aðeins upp hæstu tilboð í eignirnar. Byggingafyrirtækið Stofnás ehf. bauð hæst í spítalann, 85 milljónir kr. Byggingarverktakinn Skrauta ehf. átti hæsta boð í læknastofurnar, 37,6 milljónir kr.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK