Sögulegur hagnaður hjá Apple

AFP

Bandaríski tæknirisinn Apple hagnaðist meira á fyrsta ársfjórðungi viðskiptaárs síns (október, nóvember og til 27. desember 2014) en nokkuð annað fyrirtæki í einkaeigu hefur gert.

Heildarhagnaður Apple á fjórðungnum var 18 milljarðar bandaríkjadala, um 2.420 milljarða króna. Fyrra met fyrir einn ársfjórðung átti ExxonMobil fyrir annan ársfjórðung ársins 2012, samkvæmt upplýsingum Standard and Poor's.

Það sem veldur þessum gríðarlega hagnaði er góð sala á snjallsímunum iPhone. Í október, nóveg og fram til 27. desember sl. seldi Apple 74,5 milljón iPhone-síma. Það var umfram spá flestra greiningadeilda.

Tim Cook, forstjóri Apple, segist forviða á því hversu eftirspurn eftir símunum er mikil.

Hins vegar naut iPad, spjaldtölva Apple, ekki eins mikillar velgengni og vonast hafði verið til. Dróst salan á þeirri tölvu saman um 18% milli áranna 2014 og 1023.

Í frétt BBC um uppgjör Apple kemur fram að stærri útgáfan af iPhone, iPhone 6 Plus, hafi komið sér vel og aukið hagnað fyrirtækisins á síðustu mánuðum síðasta árs.  Hlutabréf í Apple hækkuðu um 5% í verði við lokun markaða í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK