Alibaba fellur í verði

Jack Ma, stofnandi Alibaba.
Jack Ma, stofnandi Alibaba. AFP

Hlutabréf kínverska netrisans Alibaba féllu um sjö prósent í dag eftir að tilkynnt var um að hagnaður fyrirtækisins hefði dregist saman um 28 prósent á síðasta ársfjórðungi. 

Þrátt fyrir að sölutekjur hefðu aukist um 40 prósent og numið um 4,22 milljörðum dollara voru þær þó lægri en greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjör fyrirtækisins sem birt er eftir sögulegt hlutafjárútboð Alibaba í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið aflaði 25 milljörðum dollara.

Skráningargjald, hærri skattar og jólasala undir væntingum höfðu áhrif á hagnað fyrirtækisins.

Alibaba á þá einnig í deilum við iðnaðarráðuneyti Kína sem segir forsvarsmenn þess ekki fylgjast nægilega vel með sölu á eftirlíkingum og ólöglega innfluttum vörum. Alibaba svaraði gagnrýninni og sagðist fagna sanngjörnu eftirliti en hins vegar mótmæla því að einstök fyrirtæki væru tekin fyrir.

Alibaba er með um 80 prósent markaðshlutdeild í kínverskri netverslun .

BBC greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK