Dregur verulega úr langtímaatvinnuleysi

Verulega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi.
Verulega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Verulega hefur dregið úr langtímaatvinnuleysi en um eitt þúsund manns höfðu verið atvinnulausir í tólf mánuði eða lengur á fjórða ársfjórðungi 2014 eða um 0,5 prósent vinnuaflsins. Á sama tíma árið áður töldust tvö þúsund manns langtímaatvinnulausir eða 1,1 prósent vinnuaflsins.

Um 4.100 manns voru búnir að vera atvinnulausir í tvo mánuði eða skemur á fjórða ársfjórðungi í fyrra eða 2,2% vinnuaflsins. Sami fjöldi og hlutfall höfðu verið atvinnulaus í tvo mánuði eða skemur á fjórða ársfjórðungi 2013.

Fjölgar á vinnumarkaðnum

Til vinnuaflsins teljast 80,9 prósent landsmanna, eða 185.700 manns, á aldrinum 16 til 74 ára. Hefur þeim fjölgað um 1.100 frá fyrra ári þó atvinnuþátttakan hafi nánast verið sú sama. Atvinnuþátttaka kvenna var 78,1% en karla 83,7%. Borið saman við sama ársfjórðung 2013 þá var hlutfall kvenna á vinnumarkaði 78,2% og hlutfall karla var 83,1%.

Á fjórða ársfjórðungi 2014 voru 178.000 manns starfandi eða 77,5% af mannfjölda. Frá fjórða ársfjórðungi 2013 til þess fjórða 2014 fjölgaði starfandi fólki þegar á heildina er litið um 1.800 manns.  Hlutfall starfandi kvenna var 75% og starfandi karla 80,1%. Starfandi konum fjölgaði um 500 og körlum um 1.300 frá fjórða ársfjórðungi 2013. Hlutfall starfandi kvenna var þá 74,7% og starfandi karla 79,3%.

Hagstofan greinir frá þessu.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK