Engin keila í Öskjuhlíð

Frá Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sem senn lokar dyrum sínum.
Frá Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sem senn lokar dyrum sínum. mbl.is/Árni Sæberg

Hjónin Rúnar Fjeldsted og Björk Sigurðardóttir, eigendur Keiluhallarinnar, hafa ákveðið að leggja af keilurekstur í Öskjuhlíð. Þau hyggjast finna lóðinni og fasteigninni annað hlutverk. Keiluhöllin í Öskjuhlíð mun hætta rekstri þann 1. mars en veislusalurinn Rúbín verður þó starfræktur áfram.

Samkvæmt tilkynningu frá Keiluhöllinni ehf. mun Egilshöll taka alfarið við keflinu sem miðstöð keilunnar á Íslandi. Eins kemur fram að öllu starfsfólki Keiluhallarinnar í Öskjuhlíð hafi verið sagt upp störfum.

„Ástæða þess að við réðumst í uppbyggingu á Keiluhöllinni í Egilshöll var sú að hún myndi með tíð og tíma taka við keflinu af Öskjuhlíð sem miðstöð keilunnar á Íslandi. Þar er öll aðstaða til fyrirmyndar og góður tímapunktur núna til að hrinda nýjum áformum í gang í Öskjuhlíðinni”, segir Rúnar Fjeldsted, eigandi Keiluhallarinnar í tilkynningunni.

Lóðin í Öskjuhlíð er 1,3 hektarar og á henni er 3000fm bygging sem hýsir í dag Keiluhöllina og Rúbín. Segir í tilkynningunni að þegar hafi ýmsir aðilar sýnt lóðinni áhuga. Sömuleiðis kemur fram

„Samhliða þessum breytingum höfum við hjónin átt í viðræðum við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum í Egilshöllinni. Þeim viðræðum er ekki lokið, þær ganga vel en ekki er tímabært að greina frekar frá því að svo stöddu”. segir Rúnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK