Íslandshluti Ístaks til sölu

Ístak byggir háhýsi á horni Frakkastígs og Lindargötu.
Ístak byggir háhýsi á horni Frakkastígs og Lindargötu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur auglýst Ístak Ísland ehf., eitt öflugasta verktakafyrirtæki landsins, til sölu. Ístaki var skipt upp í tvö félög í fyrra eftir að ekki gekk að selja það í heilu lagi og er þetta því önnur tilraun bankans til selja Ístak.

„Ístak Ísland ehf. er dótturfélag Ístaks og byggir starfsemi sína á 45 ára reynslu á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Félagið sérhæfir sig í verktöku á sviði virkjana, jarðganga, hafnarmannvirkja, stærri iðnaðarmannvirkja og stálsmíði og er einn fárra innlendra valkosta þegar kemur að framkvæmdum og þjónustu við virkjanir og stóriðju,“ segir í tilkynningu Landsbankans.

Í ágúst árið 2013 varð móðurfélag Ístaks, danski verktakarisinn E. Pihl & Son, gjaldþrota, en mikilli útþenslustefnu árin á undan var kennt um. Þetta hafði töluverð áhrif á rekstur Ístaks, en félagið var með baktryggingu á um 70% verkefna sinna gegnum móðurfélagið. Þá fór hluti greiðslna sem Ístak átti að fá fyrir verkefnin gegnum móðurfélagið og urðu þær fastar í móðurfélaginu.

Sex dögum eftir gjaldþrot móðurfélagsins keypti Landsbankinn meirihluta hlutabréfa í fyrirtækinu, en í tilkynningu kom fram að kaupverðið væri trúnaðarmál. Landsbankinn var stærsti lánveitandi Ístaks á þessum tíma og áttu kaupin að skapa trúverðugt eignarhald þannig að félagið gæti áfram sinnt starfsemi og staðið við skuldbindingar.

Frétt mbl.is: Ístaki verður skipt upp

Frétt mbl.is: Landsbankinn hafnaði öllum tilboðum í Ístak

Frétt mbl.is:  Fimmtán vilja eignast Ístak

Frétt mbl.is: Ístak til sölu

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK