Lýsing eykur hraða og öryggi

Bergljót Benónýsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Lýsingar, og Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, …
Bergljót Benónýsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Lýsingar, og Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri Applicon, undirrita samning. Mynd/Applicon

Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing hefur samið við Applicon um kaup á gagnagrunnslausninni SAP HANA frá þýska hugbúnaðarrisanum SAP. Lýsing er fyrsta fyrirtækið á Íslandi sem tekur upp þessa lausn sem breytir því hvernig fyrirtæki vinna úr stórum gagnagrunnum (e. Big data) að því er fram kemur í tilkynningu. Samhliða innleiðingu á SAP HANA mun Lýsing skipta yfir í fjárhagskerfið SAP Simple Finance.

Öryggi og hraði

Í tilkynningu segir að Lýsing sé leiðandi fjármögnunaraðili á atvinnutækjum og bifreiðum fyrir fyrirtæki og einstaklinga og krefst eðli starfseminnar þess að upplýsingar séu öruggar en samt sem áður aðgengilegar þegar á þarf að halda en SAP HANA er sagt samræma þetta þetta tvennt. Með tilkomu SAP HANA á markaðinn er fyrirtækjum með stóra og fjölþætta gagnagrunna gert mögulegt að finna gögn og vinna úr upplýsingum á ofurhraða og fá þannig raunsanna mynd af rekstrinum og þróun hans.

Applicon mun sjá um uppsetningu og innleiðingu á SAP HANA og SAP Simple Finance hjá Lýsingu, en fyrirtækið er umboðsaðili SAP á Íslandi og er Certified Silver Partner hjá SAP.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK