Swift tryggir sér einkarétt á frösunum

Taylor Swift
Taylor Swift www.asos.com

Taylor Swift hefur tryggt sér einkarétt á nokkrum vel völdum frösum úr hennar smiðju, líkt og „Þessi sjúki taktur“ (e. This Sick Beat), „Djammaðu eins og það sé árið 1989“ (e. Party Like It's 1989“ og „Af því við dettum aldrei úr tísku“ (e. Cause We Never Go Out of Style).

Alla ofangreinda frasa, auk annarra,sem hún tryggði sér einnig einkaréttinn á, má finna á nýjustu plötu hennar sem kom út í fyrra, 1989. Samkvæmt þessu þarf leyfi til þess að nota þá á hvers konar varning sem fyrirtækjum gæti dottið í hug að framleiða. 

Þetta kemur fram í gagnagrunninum Justisia, sem geymir yfirlit um höfundarréttarvarin vörumerki í Bandaríkjunum, en Rolling Stone greinir frá málinu.

Aðrir frasar eru t.d. „Gaman að hitta þig, hvar hefur þú verið“ (e. Nice to Meet You, Where You Been) og „Ég gæti sýnt þér ótrúlega hluti“ (e. I Could Show You Incredible Things). Verða því merkin ™ og ® að fylgja notkun þeirra í framtíðinni.

Swift vakti athygli á síðasta ári þegar hún lét fjarlægja alla tónlist sína af tónlistarveitunni Spotify og sagði veituna greiða of lítið fyr­ir tón­list­ina og draga veru­lega úr plötusölu. Swift seldi fleiri ein­tök af plötunni 1989 á fyrstu vik­unni eftir útgáfu en nokk­ur ann­ar listamaður í Banda­ríkj­un­um hefur gert árum sam­an

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK