Verðlag upp á yfirborðið

Neytendur munu geta fylgst með verðlagsbreytingum á Strimillinn.is.
Neytendur munu geta fylgst með verðlagsbreytingum á Strimillinn.is. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hægt verður að fylgjast með verðlagsbreytingum á nýrri vefsíðu þar sem almenningur mun sjá um að senda inn myndir af kassastrimlum. Markmiðið er að búa til óvéfengjanlegan gagnagrunn verðlagsgagna.

Þetta segir Hugi Þórðarson, sem þróaði Strimilinn ásamt Lee Roy Tipton og Sindra Bergmann, á vegum hugbúnaðarfyrirtækisins Loftfarsins. Hugi segir hugmyndina af verkefninu hafa kviknað á árinu 2008, skömmu eftir hrun, þegar verðbólgan steig upp úr öllu valdi og verðlag tók að skipta meira máli. „Það má segja að þetta hafi verið í undirbúningi í langan tíma en það var svo þegar breytingarnar á virðisaukaskatti og vörugjöldum tóku gildi um áramótin sem við hrintum þessu í framkvæmd,“ segir Hugi.

Í þágu neytenda og verslunareigenda

Hann segir verðlagseftirlitið vera jafnt í þágu neytenda og verslunareiganda, sem geta þá sýnt fram á að verðlagning þeirra sé með réttum hætti.

Kerfið virkað þannig að þú tekur mynd af strimli og sendir í tölvupósti á netfangið mottaka@strimillinn.is. Þegar kerfið verður tilbúið geta notendur skráð sig inn með netfanginu sem þeir senda strimlana frá og skoðað gagnagrunninn. Hugi segir að sýnt verði fram á þróun á verðlagi auk þess sem hægt verður að bera saman verðlag milli verslana og landsvæða.

Mikill áhugi

Ef nógu margir taka þátt segir Hugi að hægt verði að fylgjast með þegar verslanir eru með óeðlilegar verðhækkanir og eins sé t.d. hægt að sjá hvort lækkun á virðisaukaskatti skili sér í raun til neytenda. Aðspurður hvort einungis verði stuðst við aðsend gögn segist hann vonast til þess að hægt verði að byggja á fleiri gögnum í framtíðinni þar sem fleiri muni sjá sér hag í því að koma verðlagi upp á yfirborðið.

Þrátt fyrir að nú sé einungis hægt að senda inn strimla segist Hugi hafa fundið fyrir miklum áhuga og hafa margir haft samband og þónokkrir þegar sent inn strimla. Hugi býst við að síðan fari í loftið í næsta mánuði.

Hann segir verkefnið einungis vera rekið af hugsjón fyrst um sinn en til lengri tíma sé markmiðið að hafa af síðunni einhverjar tekjur. Hugmyndin er m.a. skráð í frumkvöðlasamkeppni Gulleggsins. 

Allit hafa hag að því að ná verðlagi upp á …
Allit hafa hag að því að ná verðlagi upp á yfirborðið. Morgunblaðið/Skapti Hallgríms
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK