179 gjaldþrot í byggingarstarfsemi

Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi.
Flest gjaldþrot voru í byggingarstarfsemi.

Gjaldþrotum einkahlutafélaga á árinu 2014 fækkaði um 14 prósent frá fyrra ári. Alls voru 795 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á árinu, samanborið við 920 árið áður. Gjaldþrotum í flokknum „Fasteignaviðskipti“ hefur fækkað mest, eða um 36 prósent.

Gjaldþrotum í flokkum „Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta“ fjölgaði hins vegar mest milli ára, eða um 22 prósent. Flest gjaldþrot voru í flokknum „Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð“ eða alls 179.

Nýskráðum einkahlutafélögum á árinu 2014 fjölgaði um 6 prósent samanborið við fyrra ár. Alls voru 2.050 ný félög skráð á árinu. Mest fjölgun nýskráninga var í flokknum Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi, eða sem nemur 33 prósentum. Í sama flokki fjölgaði gjaldþrotum næst mest, eða um 11 prósent, og voru alls 62 talsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK