FME segir ÍLS ofmeta lánasafnið

Íbúðalánasjóður.
Íbúðalánasjóður. mbl.is/Golli

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur gert ýmsar athugasemdir við mat Íbúðalánasjóðs á eigin lánasafni. FME telur meðal annars að sjóðurinn ofmeti virði lána þeirra sem eru í verulegum vanskilum hjá sjóðnum. 

Á fjórða ársfjórðungi 2013 hóf Fjármálaeftirlitið athugun á útlánasafni Íbúðalánasjóðs miðað við stöðu þess þann 30. júní 2013. Í gær sendi FME síðan frá sér gagnsæistilkynningu þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við mat sjóðsins.

Fjármálaeftirlitið gerir meðal annars athugsemd við að ekki hafi verið til staðar skjalfestar reglur um mat á virðisrýrnun útlána hjá sjóðnum. Leggur FME mikla áherslu á mikilvægi þess að aðferðafræði við virðismat útlána sé skjalfest og staðfest af stjórn.

Þá telur FME að virðismat Íbúðalánasjóðs á útlánum megi almennt vera varfærnara og þegar það grundvallast á virði veðandlaga sé aðferðafræði sjóðsins ekki í samræmi við alþjóðlega reikningsstaðla. Aðferðafræðin hafi leitt til þess, að mati FME, að bókfært virði einstaklingalána sem voru í yfir níutíu daga vanskilum eða öðrum verulegum greiðsluvandræðum hafi verið ofmetið.

FME bendir einnig á að fjárhæðir í lánasafnsskýrslu Íbúðalánasjóðs hafi ekki verið rétt útfylltar. Sjóðurinn hafi fært bókfært virði útlána með ófullnægjandi hææti sem leiddi til þess að það var ofmetið fyrir einstaka flokka en á sama tíma vanmetið fyrir aðra.

Gagnsæistilkynning FME

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK