Horfur úr stöðugum í jákvæðar

Fitch Ratings.
Fitch Ratings. mbl.is/Hjörtur

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur breytt horfum um lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands úr stöðugum í jákvæðar. Einkunnin fyrir langtímaskuldbindingar ríkissjóðs í erlendri mynt er BBB og í innlendri mynt er hún BBB+.

Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendri og innlendri mynt eru staðfestar sem BBB og BBB+. Landseinkunnin (e. Country Ceiling) er staðfest sem BBB og jafnframt er staðfest lánshæfismatið F3 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendri mynt.

Í rökstuðningi fyrirtækisins kemur fram að samningar um lengingu í afborgunarferli á skuldabréfi Nýja Landsbankans vógu einna þyngst við breytingu á horfum í lánshæfismati ríkissjóðs í jákvæðar. Samningarnir voru gerðir samhliða veitingu undanþágu frá gjaldeyrishöftum og fólu í sér  400 milljarða króna greiðslu til forgangskröfuhafa í gamla Landsbankanum. Samningar um breytta skilmála skuldabréfsins auk undanþágunnar vegna greiðslu til forgangskröfuhafa voru mikilvæg skref í átt að afnámi gjaldeyrishafta að sögn matsfyrirtækisins.

Batnandi afkoma ríkissjóðs og opinberra fjármála hafði einnig jákvæð áhrif á breytingu á horfum í lánshæfismati ríkissjóðs að mati Fitch. Heildarjöfnuður var jákvæður á árinu 2014 og frumjöfnuður hefur verið jákvæður síðan 2012. Skuldahlutfall hefur batnað verulega bæði vegna bættrar afkomu ríkisfjármála sem og hagvaxtar. 

Skýrsla Fitch

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK