Jay-Z kaupir sænska tónlistarveitu

Jay-Z og Beyonce
Jay-Z og Beyonce AFP

Rapparinn og Íslandsvinurinn Jay-Z er að ganga frá kaupum á sænska samkeppnisaðila tónlistarveitunnar Spotify, WiMP, fyrir um 56 milljónir dollara, eða um 7,5 milljarða íslenskra króna.

Financial Times greinir frá þessu.

WiMP er mjög vinsælt í Skandinavíu og býður upp á svipaða þjónustu og Spotify. Fyrirtækið á bak við WiMP á einnig sambærilega norska útgáfu tónlistarveitunnar er kallast Tidal. 

Jay-Z hyggst kaupa fyrirtækið Aspiro sem heldur utan um tónlistarveituna í gegnum félag sitt Project Panther Bidco. Samkvæmt frétt Reuters hafa hluthafar Aspiro þegar samþykkt kauptilboð rapparans og er samkomulagið því nánast frágengið.

Í tilkynningu frá Panther segir að fyrirtækið telji nýjar leiðir við kynningu á tónlist og efni felast í  tónlistarveitum.

Um 25 þúsund lög eru í boði á WiMP og auk 75 þúsund tónlistarmyndbanda en um 500 þúsund áskrifendur eru að veitunni í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Póllandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK